laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin

4. febrúar 2014 kl. 08:55

Það styttist í fyrstu keppnisgrein KB mótaraðarinnar.

Nú styttist í fyrstu keppnisgrein KB mótaraðarinnar en þá verður keppt í fjórgangi. Keppt er í ungmenna – unglinga – barna – 2. flokki, 1. flokki og opnum flokki (meistaraflokki í Sportfeng).

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og má finna leiðbeiningar á heimasíðu Skugga, hmfskuggi.is . Þar og á facebook síðu KB mótaraðar er að finna meiri upplýsingar s.s. um þáttökugjöld, reglur o. fl. Skráningu lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 5. febrúar. 

Ráslistar ættu þá að liggja fyrir á fimmtudagskvöld eða snemma á föstudegi. Mótið hefst svo kl. 10 laugardaginn 8. febrúar.