föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin í fjórganginn

1. febrúar 2015 kl. 16:47

Meistaramót Fákasels og Ljúfs

Opið Meistaramót Fákasels og Ljúfs.

Opið Meistaramót Fákasels og Ljúfs verður haldið í Fákaseli næstkomandi sunnudag, 8. febrúar kl. 14.00. Opnað hefur verið fyrir skráningu inná Sportfeng.comog stendur skráning til fimmtudags, 5. febrúar. Keppt verður í tveimur flokkum, Opnum flokki og Yngri flokki (barna- og unglingaflokkur) - Tveir inná vellinum í einu og þrír dómarar dæma;

Mótið hefst kl. 14.00 og verða úrslit kl. 17.00

Skráningagjald er 4.000 krónur í opinn flokk og 2.500 krónur í yngri flokk (16 ára og yngri)

Samanlagðir sigurvegar verða krýndir í lok mótaraðarinnar og vegleg verðlaun í boði.

Keppt verður í fimm keppnisgreinum; fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2 og skeiði.  Mótin verða fjögur talsins á tveggja vikna millibili (8. febrúar, 22. febrúar, 8. mars og 22. mars)

Skráning fer fram inná Sportfeng og þurfa greiðslur vegna skráningar að berast fyrir hádegi (kl. 12) á föstudeginum 6. febrúar eigi skráning að vera gild.  Mikilvægt að senda kvittun á elka@simnet.is þegar greitt er.

Eins og áður segir hefst mótið kl. 14.00 á sunnudeginum og því kjörið fyrir fjölskylduna að koma saman og eiga góðan dag í Fákaseli.

Mótið er jafnframt vetrarmót Ljúfs.

Skráning er hafin inná Sportfeng (smella hér)

Mótið er á vegum Hestamannafélagsins Ljúfs

Komi upp vandræði vegna skráningar er hægt að senda tölvupóst á elka@simnet.iseða hringja í síma 863-8813