föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin á fyrstu kynbótasýningu ársins

11. apríl 2012 kl. 22:42

Skagfirskir gæðingar munu skemmta tvífætlingum á Hestadögum í Skagafirði.

Vorsýning kynbótahrossa í tengslum við Tekið til kostanna

Vorsýning kynbótahrossa á Sauðárkróki fer fram dagana 20. og 21 apríl.  Tekið er á mót skráningum á Leiðbeiningamiðstöðinni Skagafirði S:455-7100/ ee@bondi.is.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 17. apríl og er það einnig síðasti greiðsludagur.  
Leggja þarf inn á reikning 1125-26-0710  kt: 580901-3010 Skýring: Nafn á hrossi.

Kynbótasýningin er partur af Hestadögum í Skagafirði, en laugardaginn 21. apríl er gert ráð fyrir að yfirlitssýning farir fram milli kl. 10:00 og 12:00, þá verður reikennslusýning reiðkennaraefna Hólaskóla í reiðhhöllinni Svaðastöðum, opið verður á Sögusetri Íslenska hestsins á Hólum og  um kvöldið verður stórsýningin Tekið til kostanna í Svaðastaðahöllinni og ball á Mælifelli á eftir.