mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin á bæði Karla- og Kvennatölt Spretts

Óðinn Örn Jóhannsson
2. apríl 2019 kl. 09:28

Fer fram 12. apríl og 13. apríl.

Skráning er hafin á hin stórskemmtilegu mót Sprettara, Karlatölt og Kvennatölt. Karlatölt Spretts verður haldið í Samskipahöllinni föstudaginn 12. apríl nk. en Kvennatölt Spretts fer fram laugardaginn 13. apríl nk. á sama stað. 

Skráning á bæði mótin fer fram á www.sportfengur.com en allar nánari upplýsingar um flokkaskiptingu, skráningargjöld og annað er að finna á viðburðarsíðum hvors móts fyrir sig á Facebook. Best er að finna þær og melda sig til að fá allar upplýsingar er mótin varða. 

Boðið verður upp á keppni í flokkum við allra hæfi á báðum mótum, auk þess sem verðlaun eru vegleg að venju og lagt upp úr góðri og skemmtilegri stemmingu. Mótin eru bæði opin og allir velkomnir. Endilega meldið ykkur inn á viðburðina á Facebook til að nálgast frekari upplýsingar. 

Mótanefndir Karla- og Kvennatölts