sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning hafin á Sölumót

21. september 2011 kl. 09:17

Skráning hafin á Sölumót

Skráning er hafin á Sölumótið 2011 sem haldið verður í Rangárhöllinni laugardaginn 1.október n.k.

 
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
·         Fjórgangi
·         Fimmgangi (skeið riðið í geng um höllina)
·         Tölti T7 (Hægt tölt, frjáls ferð)
 
Skráningargjald er 3000 kr/per hest (hvort sem keppt er í einni grein eða fleiri)
 
Sölu- og kynningarbásar verða í veitingasal hallarinnar og eru þeir sem hafa áhuga á að kynna starfsemi og/eða selja varning eða þjónustu vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Vigni í síma 8943106.
 
Skráning er til miðnættis mánudagsins 26.september, en skráning fer eingöngu fram í gegnum tölvupóstfangið foli72@gmail.com.
 
Við skráningu verður að taka fram IS númer og nafn hests, faðir, móðir, lit og árangur í kynbótasýningu og/eða keppni vilji menn að það komi fram. Einnig verður að koma fram nafn knapa auk tölvupósts og símanúmeri seljanda.
 
Skráningargjald skal greiðast fyrir miðnætti 26.september á eftirtakinn reikning:
 
586-14-402187  kt.291169-5389
 
Nánari upplýsingar veita: Ólafur Þórisson 8637130, Hallgrímur Birkisson 8642118, Vignir Siggeirsson 8943106, Steinn Máson 8939966 og Davíð Jónsson 8973648.
 
Einnig má finna viðtal við Hallgrím Birkisson um mótið hér.