mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Tommamótið og grill

4. september 2012 kl. 21:27

Skráning á Tommamótið og grill

Viljum minna á að skráning á Tommamótið fer fram í Hestamiðstöðinni Víðidal á morgun miðvikudag (5. sept) frá kl. 17 – 21 og í síma 867-0177 & 867-0157 & 772-0202. Við skráningu þarf að gefa upp IS nr hests, nafn og svo frv. Skráningargjald kr. 2000.-  greiðist við skráningu. Skráningargjaldið rennur óskipt í minningarsjóð Tómasar heitins Ragnarssonar.

Keppt verður í:
100 m skeið
150 m skeið
250 m skeið
Tölt T3 opinn flokkur
Tölt T4
Tölt T7 (ekki hraðabreytingar)
Fimmgangur F2 opinn flokkur
Bjórreið
 
Dagskrá verður birt að lokinni skráningu en gera má ráð fyrir forkeppni á föstudegi og úrslitum á laugardegi. Boðið verður upp á frítt kaffi alla helgina í Hestamiðstöðinni. Svo minnum við á hið fræga grill í anda Tómasar sem verður í Hestamiðstöðinni á Laugardagskvöldið og auðvitað allir velkomnir.
 
Ath mótshaldarar áskilja sér rétt til að takmarka fjölda í hvern flokk, þannig að það er besta að skrá sig sem fyrst.