fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Svellkaldar hafin -myndir

1. mars 2011 kl. 10:19

Skráning á Svellkaldar hafin -myndir

Það verður eflaust mikið um dýrðir í skautahöllinni í Laugardal þann 12.mars, en þá fer fram ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur.“

Nú er tækifærið fyrir svellkalda kvenskörunga að hamra ísfjöðrunum undir gæðingana og spreyta sig á ísnum.
Skráning á „Svellkaldar konur“ er hafin hér á heimasíðu Gusts. Eingöngu verður skráð á vefnum og þarf að ganga frá greiðslu skráningargjalda með greiðslukorti um leið. Skráningargjald 4.500 kr. Kemur fram í fréttatilkynningu frá svellköldum mótshöldurum að eingöngu sé pláss fyrir 100 keppendur á mótið og því gildir lögmálið „fyrstir skrá – fyrstir fá.“

Til þess að hita upp fyrir mótið eru hér nokkrar myndir frá mótinu í fyrra.