mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Reykjavíkurmót Fáks

26. júlí 2010 kl. 13:13

Skráning á Reykjavíkurmót Fáks

Reykjavíkurmót Fáks verður haldið 5. – 8. ágúst nk. Skráning á mótið fer fram í Reiðhöllinni og í síma miðvikudagskvöldið 28. júlí kl. 19:00 – 21:00, en einnig verður tekið á móti skráningum á netfangið fakur@simnet.is   Skráningargjald er kr. 3.000 á grein í barna- og unglingaflokki en kr. 4.000 í ungmenna- og fullorðinsflokkum. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og flokkum ef næg þátttaka næst en annars verða flokkar sameinaðir.

Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests, keppnisgrein, flokkur og upp á hvora hönd er riðið í hringvallagreinunum.  Þeir sem hringja eða senda póst þurfa að láta kortanúmer fylgja.

Símar til að hringja í á miðvikudagskvöldið eru:

  • 898-8445
  • 567-0100
  • 578-2655
  • 898-2017


Kveðja frá mótanefnd Fáks