mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á námskeið með Olil og Guðmundi í dag (18. jan).

18. janúar 2011 kl. 19:48

Skráning á námskeið með Olil og Guðmundi í dag (18. jan).

1. febrúar hefst Keppnisnámskeið fyrir mikið vana knapa hjá Olil Amble reiðkennara.
Frábært tækifæri fyrir mjög vana knapa sem vilja skerpa betur á hæfni sinni og fá kennslu frá einum fremsta reiðkennara landsins.  Kennt á þriðjudögum, klukkustund í senn,  alls í 12 skipti. Námskeiðið byrjar þann 1. febrúar til 19. apríl. Fyrsti tími kvöldsins kl. 17: 00 – 18:00. Síðasti tími kl. 21:00 –22:00. Aðeins 2 nemendur saman í kennslu. Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Námskeiðið er ætlað fullorðnum eða 18. ára og eldri.
Skráning  verður í Reiðhöllinni á skrifstofu Fáks, þann 18.janúar 20:00 – 21:00
ATH. Aðeins 10 pláss í boði, aðeins skuldlausir Fáksfélagar fá skráningu. Takmarkaður fjöldi.  Skráð og greitt á staðnum.  Verð fyrir 12 skipti kr. 69.000.

26. febrúar Reiðnámskeið fyrir Fáksfélaga.  
Námskeið fyrir minna  og meira vana knapa hjá Guðmundi Arnarsyni reiðkennara.
Í boði eru  8 verklegir tímar , kennt á laugardögum, klukkustund í senn.
1 bóklegur tími. Námskeiðin hefjast  26. febrúar til 16. apríl.
Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Námskeiðið er fyrir 18.ára og eldri.  
Verð kr. 22.000.  Aðeins 4 í hverjum hópi.  Takmarkaður fjöldi.