laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Gullmót og úrtöku HM lýkur í kvöld

9. júní 2011 kl. 11:16

Skráning á Gullmót og úrtöku HM lýkur í kvöld

Skráningu á Gullmótið og úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið í Austurríki lýkur í kvöld kl. 22.

Tekið verður á móti skráningum í símum 893-3559, 692-7779, 894-6611 og 587-7565. Við skráningu þarf að hafa nafn og kennitölu knapa, IS- númer, nafn og uppruna hests, í hvaða flokk á að skrá og kortanúmer fyrir skráningargjöldum Verð fyrir hverja skráningu er 5.000 kr.

Úrtökuhestar fyrir HM skal taka sérstaklega fram við skráningu, skráningargjald er 10.000 kr. Sjá nánari upplýsingar í lykli að vali Íslenska Landsliðsins.

„Hvetjum knapa til að skrá sig fyrir þann tíma þetta er síðasta íþróttamót fyrir Íslandsmót fullorðina einnig hvetjum við unglinga og ungmenni til að skrá sig þar sem þetta er síðasta mót fyrir Landsmót, glæsileg umgjörð verður á mótinu og lofum við skemmtilegu móti og góðri stemmning,” segir í tilkynningu frá mótanefnd Gullmóts.

Gullmótið er ætlað þeim allra sterkustu. Verður það haldið dagana 15. - 19. júní nk. að Sörlastöðum í Hafnafirði. Það er skylda að knapi og hestur eigi eina af 25 hæstu einkunum fyrir keppnistímabilið 2010-2011. Mótanefnd áskilur sér þann rétt að hafna skráningu ef einkunn er ekki í samræmi við kröfur. Markmið mótsins er að sýna þá allra bestu hesta og knapa sem völ er á rétt fyrir Landsmót, sigurvegarar frá 2010 er boðið sérstaklega á mótið til að reyna að verja sinn titil.

Heimsmeistaramótið fer fram í St.Radegund í Austurríki dagana 1.-7. ágúst nk.