þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skráning á Barkamótið í kvöld

21. mars 2012 kl. 16:26

Skráning á Barkamótið í kvöld

Mikil og góð stemmning er fyrir Barkamótinu sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudaginn. Mótið er opið töltmót og hafa undanfarin ár margir af betri hestum landsins att kappi um verðlaunafé sem Barki ehf. veitir og einnig Marstall fóðurbætir sem Barki er umboðsaðili fyrir. 

 
Skráning er í kvöld kl. 20:00 – 21:00 í Reiðhöllinni í Víðidal. Einnig er tekið á móti skráningum í síma 898-8445 og 567-0100 (gefa upp kortanúmer).
Tveir keppnendur eru inn á í einu og ríða eftir þul, hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferð. Ath. Ekki snúið við eftir hæga töltið.
 
Allir að mæta - góð hross og frítt inn.
Stefnt er að því að mótið hefst kl. 16:00 (fer eftir skráningu) á 17 ára og yngri flokknum en B-úrslit hefjast kl. 20:00.
 
Drög að dagskrá:
16:00   17 ára og yngri
            Áhugamannaflokkur
Opinn flokkur
Matarhlé        
20:00   B-úrslit í 17 ára og yngri
B-úrslit í áhugamannaflokki
B-úrslit í opnum flokki
A- úrslit í áhugamannaflokki
            A-úrslit í 17 ára og yngri
            A-úrslit í opnum flokki.