mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skötuveisla hestamanna

1. desember 2016 kl. 17:15

Veisla á Hellu þar sem folatollar eru m.a. í happdrættisvinninga

Næstkomandi föstudagskvöld verður haldin í íþróttahúsinu á Hellu mikil veisla. Er um að ræða skötuveislu Rangárbakka ehf. Tilvalið að koma og eiga skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki. Happadrætti þar sem margir veglegir vinningar verða í boði m.a. folatollar undir marga góða stóðhesta. Guðni Ágústsson, sem ekki þarf að kynna fyrir hestamönnum, verður ræðumaður kvöldsins.

Skötukvöld á Hellu 2. desember 2016.
Kl. 19.30 Húsið opnar, Baldvin Elís Arason spilar á harmonikku.
Kl. 20.00 Borðhald; Skata, saltfiskur, plokkfiskur, kartöflur, rófur og hamsatólg.
Eftirréttur; Ábrystir
Kl. 21.00 Karen Dís Guðmarsdóttir syngur og spilar á gítar.
Kl. 21.15 Erlendur Árnason, eftirherma og gamanmál.
Kl. 21.45 Ræðumaður kvöldsins; Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra.
Kl. 23.00 Happdrætti; Veglegri vinningar en nokkru sinni fyrr, hótel gistingar, kvöldverðir á veitingastöðum, folatollar og m.fl.

Allur hagnaður af kvöldinu rennur til uppbyggingar á Rangárbökkum og fimleikadeildar Umf Heklu.

Forsala aðgöngumiða er í umsjá Fimleikadeildar Ungmennafélagsins Heklu. Upplýsingar gefur Hulda Karlsdóttir í síma 6951708.

Sjáumst á skötuveislu 2.des