þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skiptar skoðanir um Landsmót hestamanna í Reykjavík

6. janúar 2010 kl. 11:19

60% á móti í skoðanakönnun Hestafrétta

Sex af hverjum tíu líst mjög illa á að halda Landsmót hestamanna í Reykjavík, samkvæmt skoðanakönnun www.hestafrettir.is. Tæplega níu hundruð manns hafa tekið þátt í könnuninni þegar þetta er ritað.

Spurt er: Hvernig líst ykkur á að halda Landsmót 2012 í Reykjavík. Fjórir svarmöguleikar eru í boði: Mjög vel, Mjög illa, Ágætlega, og Hef ekki skoðun. Tæp 60% líst mjög illa á að halda mótið í Reykjavík. 30% líst mjög vel á það og 10% líst ágætlega á það. 1,5% taka ekki afstöðu.