laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skin og skúrir

6. ágúst 2019 kl. 15:00

Mikil rigning setti strik í reikninginn í forkeppni í fjórgangi

Frábær árangur, fimm íslenskir knapar í úrslit!!

 

 

Það skiptust á skin og skúrir þegar forkeppni í fjórgangi fór fram hér í dag. Morguninn byrjaði með miklu logni og hita sem hafði einhver áhrif á þá keppendur sem fyrstir riðu. Síðustu knapar lentu í annarskonar hremmingum því það gerði mikla rigningu. Vegna rigninga var gert tuttugu mínútna hlé á keppninni

Nú er forkeppni í fjórgangi lokið. Að henni lokinni er það Árni Björn Pálsson sem leiðir með 7,67 í einkunn. Sýning hans var góð, hann getur þó bætt í fyrir úrslitin. Jóhann R. Skúlason er í öðru sæti með 7,43 en eins og áður segir að þá lenti hann í örlitlum vandræðum með gangskiptingu úr stökki í brokk. Jöfn Jóhanni er Christina Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi, en hún átti frábæra sýningu og er til alls líkleg í a-úrslitum

Jöfn í fjórða sæti eru síðan tveir fulltrúar Þýskalands þau Bernhard Podlech og Keila vom Maischeiderland og Lisa Drath og Kjalar frá Strandarhjáleigu með 7,40 í einkunn.

Það er því stutt á milli efstu knapa að lokinni forkeppni og spennandi að sjá hvernig þau fara.

Ásmundur Ernir Snorrason ávann sér sæti í b-úrslitum og er í sjötta sætinu með 7,37 í einkunn.

Hákon Dan átti mjög góða sýningu á Stirni og vann sér inn sæti í úrslitum en hann einkunn hans er 6,67, hlutskipti hans er 4 sæti fyrir úrslitin. Ásdís Ósk Elvarsdóttir átti sömuleiðis góðan dag og er einnig með þátttökurétt í a-úrslitum, einkunn hennar 6,80 og annað sætið fyrir úrslit. Franzicska Mueser er efsti í ungmennaflokki á Speli frá Njarðvík með 7,13 í einkunn.

Jolly Schrenk mætti með Vörð frá Sturlureykjum en hún fékk hann lánaðan hjá Lisu Drath. Jolly hafði stefnt með Glæsir á heimsmeistaramótið, en hún sigraði í keppni í fjórgangi á síðasta heimsmeistaramóti á honum. Það er skemmst frá því að segja að sýning hennar tókst ekki og fékk hún ekki nema 6,20 í einkunn.

 

Sæti.

Knapi

Hestur

einkunn

1

Árni Björn Pálsson

Flaumur frá Sólvangi

7.67

2

Jóhann R. Skúlason

Finnbogi frá Minni-Reykjum

7.43

2

Christina Lund

Lukku-Blesi frá Selfossi

7.43

4

Bernhard Podlech

Keila vom Maischeiderland

7.40

4

Lisa Drath

Kjalar frá Strandarhjáleigu

7.40

6

Ásmundur Ernir Snorrason

Frægur frá Strandarhöfði

7.37

7

Irene Reber

Þokki frá Efstu-Grund

7.27

8

Kristján Magnússon

Óskar från Lindeberg

7.23

9

Nils Christian Larsen

Garpur fra Højgaarden

7.20

9

Stefan Schenzel

Óskadís vom Habichtswald

7.20

11

Franziska Mueser

Spölur frá Njarðvík

7.13

12

Elise Lundhaug

Bikar frá Syðri-Reykjum

6.97

12

Olivia Ritschel

Alvar frá Stóra-Hofi

6.97

14

Andrea Balz

Baldi frá Feti

6.93

15

Karly Zingsheim

Náttrún vom Forstwald

6.87

16

Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Koltinna frá Varmalæk

6.80

17

Josje Bahl

Sindri vom Lindenhof

6.77

18

Hákon Dan Ólafsson

Stirnir frá Skriðu

6.67

19

Gerrit Sager

Arður frá Efri-Þverá

6.63

20

Ørjan Lien Våge

Haldir Háleggur fra Nedreli

6.57

21

Arnella Nyman

Thór från Järsta

6.47

21

Fabienne Greber

Hágangur vom Kreiswald

6.47

21

Flurina Barandun

Kvaran frá Útnyrðingsstöðum

6.47

24

Kristine B. Jørgensen

Týr frá Þverá II

6.43

24

Jennifer Melville

Feykir frá Ey I

6.43

26

Jemimah Adams

Skírnir frá Skipaskaga

6.37

26

Gabrielle Severinsen

Tígull fra Kleiva

6.37

28

Sasha Sommer

Meyvant frá Feti

6.33

29

Lena Studer

Pipar vom Saanetal

6.23

30

Jolly Schrenk

Vörður frá Sturlureykjum 2

6.20

31

Berglind Inga Árnadóttir

Hrísey frá Langholtsparti

6.17

31

Teresa Schmelter

Sprengja frá Ketilsstöðum

6.17

33

Julia Schreiber

Kæti frá Kálfholti

6.13

34

Yrsa Danielsson

Hector från Sundsby

6.10

35

Catharina Smidth

Nökkvi fra Ryethøj

6.07

36

Eline Kirkholt Bengtsen

Pistill frá Litlu-Brekku

5.97

36

Clara Olsson

Þór frá Kaldbak

5.97

38

Aline Van Gerven

Dröfn frá Wyler

5.93

39

Sarah Lefebvre

Víðar fra Guldbæk

5.90

40

Victoria Stoncius

Tilberi von Blumencron

5.83

41

Máni Hilmarsson

Lísbet frá Borgarnesi

5.80

42

Nadine Kunkel

Kjarkur frá Efri-Rauðalæk

5.70

43

Yves Van Peteghem

Sleipnir frá Kverná

5.67

44

Pascale Kugler

Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum

5.60

44

Lea Hirschi

Snotri vom Steinbuckel

5.60

46

Marie Fjeld Egilsdottir

Fífill frá Minni-Reykjum

5.43

47

Géraldine Greber

Andi frá Kálfhóli 2

5.00