þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skin og skúrir í milliriðli

26. júní 2012 kl. 18:49

Skin og skúrir í milliriðli

Það skiptast á skin og skúrir í milliriðli B-flokks frammi fyrir fjölda áhorfenda á Hvammsvelli.

Nokkurrar eftirvæntingar gætti með sýningu Sleipnisbikarhafans Álfs frá Selfossi, hann fór öruggur og hnökralaust gegnum sýningu sína og hlaut einkunnina 8,70. Knapi hans og eigandi er Christina Lund.
 
Hrímnir frá Ósi bætti þó um betur undir stjórn Guðmundar Björgvinssonar sem hlaut 8,89 og er í efsta sæti sem stendur.
 
Í sýningu sinni rann Frakkur frá Laugavöllum til í brautinni með þeim afleiðingum að hann féll og knapi hans Berglind Ragnarsdóttir með. Hún var leidd út úr braut og er samkvæmt óstaðfestum fréttum viðbeinsbrotin.
 
En áfram heldur milliriðill þessa hörku B-flokks. Í samtali við yfirdómara Lárusar Hannessonar hefur hestakostur í  B-flokkur gæðinga aldrei verið jafn sterkur og nú.