mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skin og skúrir í Finnlandi

5. ágúst 2010 kl. 11:14

Skin og skúrir í Finnlandi

Stemmingin meðal liðsmanna íslenska liðsins í Finnlandi er góð þrátt fyrir að eitt og annað hafi blásið á móti eins og gerist og gengur.

 
Það eru ágætar líkur á að Jóhann Skúlason geti tekið þátt í keppni í fimmgangi, hestur hans Höfði frá Snjallsteinshöfða er orðinn heilbrigður og kominn með vottorð uppá það. Endanleg ákvörðun varðandi hans þátttöku liggur fyrir seinna í dag.  Ekki gengur eins vel með Gorm frá Selfossi, hest Freyju Amble og útséð með að hún kemur ekki til með að keppa á mótinu.
 
Hnökrar komu upp í gær þegar að keppni í gæðingaskeiði ungmenna byrjaði á undan áætlun og setti það fát á keppendur. Kæra var lögð inn vegna málsins sem ekki var tekin til greina þar sem hún barst ekki í tæka tíð. Að sögn liðstjóra verður ekkert frekar aðhafst í því máli og menn einbeita sér að þeim keppnisgreinum sem framundan eru.
Þrátt fyrir þetta lætur liðsstjóri íslenska liðsins vel að framkvæmd mótsins og segir mótshaldara boðna og búna til þess að leysa úr öllu sem upp kemur.
Valdimar Bergstað fær að taka þátt í 250 metra skeiði þrátt fyrir að hafa ekki verið skráður í þá grein, svo hann á möguleika á að samanlögðum titli þó ekki hafi gengið sem skildi í gæðingaskeiðinu í gær. 
-hg