miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skila skal fyrir lok vikunnar

odinn@eidfaxi.is
18. nóvember 2016 kl. 08:24

Útigangshross í hríð.

Skrá skal haustskýrslu með rafrænum hætti á vefsíðunni Bústofn, á vefslóðinni www.bustofn.is.

Matvælastofnun minnir á að frestur til að skila haustskýrslu rennur út sunnudaginn 20. nóvember.

Vakin er athygli á skyldu eigenda hesta, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, að þeir skili inn tölum yfir fjölda hrossa í eigu þeirra. Þetta er þriðja árið sem búfjáreigendur sem einungis eiga hesta þurfa að skila inn haustskýrslu og eru þeir eindregið hvattir til að skila á tilsettum tíma.

Venjan hefur verið sú að umráðamenn lögbýlis telji fram hross á haustskýrslu ef hross í eigu annarra eru hjá þeim í hagagöngu og geti þess þá í athugasemdum á haustskýrslu hverjir séu eigendur hrossanna.

Eigendur hrossa sem eru með hross í hagagöngu á lögbýli geta ef þeir kjósa svo fyllt út haustskýrslu fyrir hross sín í Bústofni, en þá þarf að passa upp á að hross séu ekki tvítalin á haustskýrslu.

Eins og síðustu ár skal skrá haustskýrslu með rafrænum hætti á vefsíðunni Bústofn, á vefslóðinni www.bustofn.is. Matvælastofnun vekur athygli á að haustskýrsluskil eru undirstaða hagtalna í landbúnaði. Búfjáreigendur eru minntir á að Matvælastofnun skal fara í skoðun til þeirra umráðamanna búfjár sem ekki skila inn fullnægjandi upplýsingum í haustskýrslu og er slík heimsókn framkvæmd á kostnað umráðamanns.

Búfjáreigendur sem ekki eru skráðir í Bústofn er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn eða Búnaðarstofu sem annast nýskráningar og leiðréttingar.