þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skennandi keppni

Óðinn Örn Jóhannsson
22. mars 2018 kl. 08:14

Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina annað árið í röð.

Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina annað árið í röð

Eftir gríðarlega spennandi keppni í vetur var það lið Krappa sem stóð uppi sem sigurvegari eftir mótin fjögur í Suðurlandsdeildinni. Liðsmenn Krappa voru í úrslitum í öllum greinum Suðurlandsdeildarinnar. Styrktaraðili liðsins er smíðafyrirtækið Krappi í Hvolsvelli. Lið Krappa er skipað atvinnumönnunum Sigurður Sigurðarsyni, Lenu Zielinski, Lárusi Jóhanni Guðmundssyni og áhugamönnunum Leu Schell, Benjamín Sand Ingólfssyni og Árný Oddbjörgu Oddsdóttur. Til hamingju með flottan flottan árangur í vetur!

Stigahæsta lið fimmgangsins varð lið Heimahaga og var það í annað skiptið sem liðið nær þeim árangri í vetur og er það glæsilegt. Liðsmenn þeirra sigruðu báða flokka en það var Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi sem sigraði flokk atvinnumanna og í flokki áhugamanna var það Sigurbjörn Viktorsson á Brimrúnu frá Þjóðólfshaga. Einnig urðu Hulda Gústafsdóttir og Vísir frá Helgatúni önnur í flokki atvinnumanna.

Krappi sigrar með nokkrum yfirburðum en oft er mjótt á munum milli liða og aðeins örfá stig sem skilja að. Í liðakeppninni er það svo að neðstu þrjú liðin detta út en geta þó að sjálfsögðu sótt um á næsta tímabili á nýjan leik. 

Heildarniðurstöðu liðakeppninnar má sjá hér. 

Sæti - lið - stig. 

1. Krappi - 288.5

2. Húsasmiðjan - 245.5

3. Heimahagi - 243.5

4. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð - 230.5

5. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll - 222.5

6. GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir - 196

7. Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar - 193

8. IceWear - 192.5 

9. Sunnuhvoll/Ásmúli - 180.5

---

10. Þverholt/Pula - 170.5

11. Kálfholt/Hjarðartún - 144.5

12. Litlaland Ásahreppi - 92.5

Þau mistök urðu við lestur einkunna eftir úrslit áhugamanna að vitlaus röð knapa var lesin í 4. - 6. sæti og biðjumst við afsökunar á því. Rétt úrslit má sjá hér að neðan. 

1. Sigurbjörn Viktorsson og Brimrún frá Þjóðólfshaga 1 - Heimahagi - 6.52

2. Glódís Rún Sigurðardóttir og Snævar Þór frá Eystra-Fróðholti - Sunnuhvoll/Ásmúli - 6.50

3. Vilborg Smáradóttir og Þoka frá Þjóðólfshaga - IceWear - 6.40

4. Róbert Bergmann og Álfrún frá Bakkakoti - Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar - 6.19

5. Gísli Guðjónsson og Bylting frá Árbæjarhjáleigu 2 - Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll - 6.17

6. Katrín Sigurðardóttir og Þytur frá Neðra-Seli - Húsasmiðjan - 5.76

Úrslit atvinnumanna má sjá hér.

1. Hinrik Bragason og Byr frá Borgarnesi - Heimahagi - 7.12

2. Hulda Gústafsdóttir og Vísir frá Helgatúni - Heimahagi - 6.86

3. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Jarl frá Árbæjarhjáleigu 2 - Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 6.79

5. Elvar Þormarsson og Kolskör frá Hárlaugsstöðum - GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir - 6.76

5.-6. Vignir Siggeirsson og Ásdís frá Hemlu II - Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð - 6.74

5.-6. Sigurður Sigurðarson og Álfsteinn frá Hvolsvelli - Krappi - 6.74

7. Ísleifur Jónasson og Prins frá Hellu - Kálfholt/Hjarðartún - 6.26

Stjórn Suðurlandsdeildarinnar þakkar knöpum, starfsmönnum, styrktaraðilum og áhorfendum kærlega fyrir veturinn og er strax orðin mikil tilhlökkun fyrir næsta tímabili sem hefst í janúar 2018. Takk fyrir veturinn!

Ítarlegri úrslit verða sett í viðburðinn á facebook.