miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtimót að Kjóavöllum um helgina

28. febrúar 2012 kl. 11:35

Skemmtimót að Kjóavöllum um helgina

Föstudaginn 2. mars verður haldið ASSA samstöðu- og skemmtimót í reiðhöll Andvara. Keppt verður í úrslitum í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Einungis 4 keppendur í hverri grein, 2 frá Andvara og 2 frá Gusti.

 
Mótið hefst klukkan 20:00 og verða einungis riðin þessi 3 úrslit. Mikilvægt er að fólk mæti og styðji sína menn. Að móti loknum verður gleði fram eftir kveldi.
 
Með von um að sjá sem flesta
 
Mótanefndir Andvara og Gusts