fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtilegt á Hólum

28. júní 2016 kl. 19:40

Lena Ósk og Unnsteinn voru hress í rigningunni á Hólum.

Lena Ósk og Unnsteinn tekin tali

Blaðamaður Eiðfaxa hitti Lenu Ósk og Unnstein fyrir neðan áhorfendabrekkuna við gæðingavöllinn á meðan milliriðill B - flokks var í fullum gangi. Aðspurð um hvað þau væru að gera á Hólum voru svörin ólík, ,, Ég kom með mömmu og stjúppabba mínum. Þau eru að vinna á mótinu og mig langaði í ferðalag því ég ætla að svo á Akureyri um næstu helgi, " sagði Lena Ósk en Unnsteinn er í öðrum erindagjörðum, ,, Ég er að keppa í barnaflokki og er að keppa í milliriðli í fyrramálið." Unnsteinn er að keppa í fyrsta sinn og setti sé markmið um að komast í milliriðilinn, sem hefur tekist, og nú er spennandi að sjá hvernig honum og hesti hans, Finni frá Feti, gengur í fyrramálið. En viðtal við Unnstein er hægt að lesa í Landsmótiblaði Eiðfaxa.