mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtilegt dagskrá framundan á Íslandsmótinu

20. júlí 2012 kl. 23:44

Skemmtilegt dagskrá framundan á Íslandsmótinu

"Á morgun, laugardag, verður þétt og skemmtileg dagskrá. Dagskráin hefst með forkeppni í Tölti T1 og T2.  Þá verður krýndur fyrsti Íslandsmeistarinn á þessu móti þegar gæðingaskeið verður riðið.  Eftir kaffi hefjast B úrslit í fimmgang og fjórgang.  
 
Þá verður grill, en hinir alræmdu Riddarar Norðursins munu sjá um að haldi uppi fjörinu við grillið.  Að því loknu verður keppt í 100 m skeiði og mun þá skýrast hver hreppir íslandsmeistaratitilinn í þeirri grein. Síðasta atriðið á vellinum er síðan B-úrslit í tölti T1.
 
Hljómsveitin Þúfnapex mun síðan stíga á stokk í Skálanum en þá hljómsveit prýðir hin sunnlenska snót Herdís Rútsdóttir frá Skíðbakka ásamt Skagfirðingunum Sigvalda og Jakobi Gunnarssonum.  Þegar dagskrá líkur á Melunum tekur við hestamannaball í Miðgarði með stuðgrúppunni Spútnik.
 
Veðurspá morgundagsins er góð, en samkvæmt vedur.is þá er spáin fyrir Nautabú (næsta veðurathugunarstöð við Vindheimamela) er spáð þurru veðri, hægri sunnanátt og sólarglætu um hádegisbil á laugardegi."