fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtilegt á Hvammstanga þrátt fyrir rigningu og rafmagnsleysi

15. ágúst 2010 kl. 13:41

Hekla og Gautrekur

Skemmtilegt á Hvammstanga þrátt fyrir rigningu og rafmagnsleysi

Það hefur rignt nokkuð á keppendur í morgun en nú er að byrja að birta til. Eitthvað náði bleytan að komast í rafmagnið svo að dómpallur varð rafmagnslaus í miðjum úrslitum. En hér deyr fólk ekki ráðalaust og sumir eru vanir að láta heyra í sér. Knapinn góðkunni Tryggvi Björnsson sem var að þula í morgun, stökk þá útúr dómpallin og stjórnaði bara úr brekkunni. Vildu margir meina að það hafi jafnvel heyrst hærra í honum þar en þegar hann notaðist við hátalarakerfið.

 
Fjórgangur Barna.
Arnór Dan Kristinsson og Háfeti frá Þingnesi urðu Íslandsmeistarar í fjórgangi barna og Arnór varð einnig sameiginlegur sigurvegar í barnaflokki. Þetta var spenanndi keppni en efst inn í úrslitin var Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Mön. Hún leiddi framanaf úrslitum en þegar kom að stökkinu þá fór hryssan á hægra stökk og hlutu þær stöllur því 0 fyrir stökksýninguna. 
Úrslitin urðu eftirfarandi
Sæti Keppandi 
1 Arnór Dan Kristinsson / Háfeti frá Þingnesi 6,46 
2 Bára Steinsdóttir / Spyrnir frá Grund II 6,40 
3 Alexander Freyr Þórisson / Astró frá Heiðarbrún 6,36 
4 Harpa Sigríður Bjarnadóttir / Trú frá Álfhólum 6,35 
5 Glódís Rún Sigurðardóttir / Blesi frá Laugarvatni 6,17 
6 Dagmar Öder Einarsdóttir / Sögn frá frá Grjóteyri 6,08 
7 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Mön frá Lækjamóti 5,27 
 
Arnór Dan var einnig samanlagður sigurvegari í barnaflokki með 16,97 stig
 
Gústaf Ásgeir Hinriksson Íslandsmeistari í fjórgangi Unglinga
Það var ofboðslega jöfn og spennandi keppni í fjórgangi unglinga og knapar skiptust á að hafa forystu. Þegar koma að síðasta sýningaratriði þá voru 2 knapar jafnir í fyrsta sæti og aðeins munaði 0.03 á fyrsta og fjórða sætinu. En Gústaf Ásgeir nýtti sér reynslu sína og lagði allt í sölurnar á yfirferðinni og náði að landa titlinum. Rétt er að geta þess að Gústaf Ásgeir er einnig sameiginlegur sigurvegari í Unglingaflokki
Sæti Keppandi 
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Naskur frá Búlandi 6,49 
2-3 Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 6,42 
2-3 Brynja Kristinsdóttir / Barði frá Vatnsleysu 6,42 
4 Þórunn Þöll Einarsdóttir / Mozart frá Álfhólum 6,38 
5 Ásta Björnsdóttir / Glaumur frá Vindási 6,30 
6 Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir / Svanur Baldur frá Litla-Hóli 6,28 
 
Gústaf Ásgeir Hinriksson var einnig samanlagður sigurvegari í unglingaflokki með 24,15 stig
 
Hekla Katharína Kristinsdóttir Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna.
Það er óhætt að segja að þær sýningar sem ungmennin boðu áhorfendum uppá, gefa meistarflokknum ekkert eftir. Allt glæsilegir hestar þar á ferð. Hekla Katharína kom efst inn í úrslitin og hún lét fyrsta sætið aldrei af hendi. 
Úrslit
Hekla Katharína Kristinsdóttir/ Gautrekur frá Torfastöðum 6.95
Agnes Hekla Árnadóttir/Vignir frá Selfossi 6.67
Arnar Bjarki Sigurðarson/ Röskur frá Sunnuhvoli 6.63
Ólöf Rún Guðmundsdóttir/ Skjalfti frá Bjarnastöðum 6.50
Helga Una Björnsdóttir/ Hljómur frá Höfðabakka 6.47
Stella Sólveig Pálmarsdóttir/ Svaði frá Reykhólum 6.43