þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtileg vika framundan -

27. júlí 2010 kl. 11:48

Skemmtileg vika framundan -

Það er svo sannarlega skemmtileg vika framundan hjá hestamönnum. Í dag var byrjað að dæma kynbótahross á Gaddstaðaflötum og eru 223 hross skráð á sýninguna. Greinilega mikill áhugi og ef sýningarskráin er skoðuð má sjá mörg spennandi hross skráð sem gaman verður að fylgjast með.

Um helgina verður svo haldið Stórmót Geysis þar sem keppt verður í A og B flokki, tölti, öllum yngri flokkum ásamt kappreiðum.
 
 Keppendum er bent á að kynna sér keppnisfyrirkomulagið því um sérstaka forkeppni verður að ræða. Það er að segja þrír inná vellinum í einu og sama fyrirkomulag og er viðhaft í forkeppni á Landsmótum.
Upplýsingar um fyrirkomulag á sérstakri forkeppni má nálgast hér .
 
 
Í lögum og reglum LH og í kafla 7.8 eru útskýringar á sérstakri forkeppni.
 
 
Eiðfaxi hafði samband við mótshaldara og töldu þeir að stemmingin fyrir mótinu væri mikil, skráningum lauk á sunnudaginn og eru um það bil 40 keppendur skráðir í A flokk og um það bil 50 í B flokk og tölt. 
Startlistar berast á næstunni og verður þeir birtir um leið og þeir berast.
Yfirlitssýning kynbótahrossa verður á föstudeginum ásamt forkeppni í gæðingakeppni en ekki verður byrjað að rukka inná svæðið fyrr en á laugardeginum. -hg