miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skemmtileg keppni í hindrunarstökki

14. apríl 2015 kl. 11:18

Heiðar Snær Rögnvaldsson á Króniku sigraði í hindrunarstökkskeppni í flokki 17 ára og yngri.

Úrslit frá opnum vetrarleikum Sóta

Hestamannafélagið Sóti á Álftanesi stóð fyrir opnum vetrarleikum sl. laugardag.

"Þrígangskeppnin, í þriðju og síðustu opnu vetrarleikunum fór fram á nýábornum vellinum í ekta Álftaness-norðan-garra í laugardaginn. Hver keppandi reið tvo hringi og sýndi þrjár gangtegundir. Verðlaunaafhending fór siðan fram í félagshúsinu á eftir."

Úrslit fóru þannig:

17 ára og yngri: 
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, á Sigurfara frá Húsavík 
2. Birna F. Steinarsdóttir, Sóta, á Kolskeggi frá Laugabóli 
3. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka frá Brúarreykjum 
4. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Króniku frá Efra-Nesi 
5. Þórir Sigtryggsson, Sóta, á Aþenu frá Hafnarfirði

18 ára og eldri 
1. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Hildu frá Garðabæ 
2. Steinar R. Jónasson, Sóta, á Kolskeggi frá Laugabóli 
3-4. Einar Þór Jóhannsson, Sóta, á Orku frá Fróni 
3-4. Elin Karin M. Hein, Gestur, á Gyðju frá Gunnarshólma 
5. Gunnar Karl Árælsson, Sóta, á Lokki frá Raufarfelli 2 
6. Jóhann Þór Kolbeins, Sóta, á Eini frá Litlu Hildisey

"Einnig var keppt í hindrunarstökki, í fyrsta sinn í sögu Sóta. Keppnin fór fram í gerðinu en flestir keppendur höfðu sótt námskeið hjá Karen W. Barrysdóttur í síðustu viku. Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel, bæði keppendur og áhorfendur. Vonandi er þessi keppnisgrein komin til að vera," segir í jafnframt í frétt frá Sóta.

 Úrslit fóru þannig:

17 ára og yngri: 
1. Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, á Króniku 
2. Birna F. Steinarsdóttir, Sóta, á Þulu 
3. Margrét Lóa Björnsdóttir, Sóta, á Breka 
4. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir, Sóta, á Ægi
5. Sylvía Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, á Sigurfara

18 ára og eldri 
1. Haraldur Aikman, Sóta, á Ljúf 
2. Bryndís Einarsdóttir, Sóta, á Hildu 
3. Gunnar Karl Ársælsson, Sóta, á Lokki
4. Einar Þór Jóhansson, Sóta, á Dalíu

 Þetta var þriðja og síðasta mótið í stigakeppninni á vetrarleikunum og sigurvegarar urðu: 

Eingangur / Tvígangur / Þrígangur:  17 ára og yngri
Sylvia Sól Magnúsdóttir, Brimfaxa, með 24 stig
Efsti Sóta félaginn var Birna F. Steinarsdóttir með 20 stig 

Eingangur / Tvígangur / Þrígangur:  18 ára og eldri
Einar Þór Jóhannsson, Sóta, með 26 stig

Smali / Brokk / Hindrunarstökk:  17 ára og yngri
Heiðar Snær Rögnvaldsson, Sóta, með 21 stig 

Smali / Brokk / Hindrunarstökk:  17 ára og yngri
Jafnir urður Haraldur Aikman og Einar Þór Jóhanssson með 24 stig 

 Fleiri myndir frá mótinu má nálgast á Facebook síðu hestamannafélagsins Sóta.