laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeifudagurinn

22. apríl 2016 kl. 14:24

Keppni nemdenda í hrossarækt III við LbhÍ.

Skeifudagurinn, keppni nemdenda í hrossarækt III við LbhÍ, fór fram á Mið-Fossum í Skorradal í blíðskapaveðri fyrsta dag sumars. Að hátíðinni stendur Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri og er þetta í sextugasta sinn sem keppnin fer fram. Í tilefni afmælisins var fyrrum sigurvegurum keppninnar boðið að koma og þeir heiðraðir. Metfjöldi gesta mætti á hátíðina og voru áhorfendabekkir reiðhallarinnar þéttsetnir.


Fyrri Skeifuhafar voru kallaðir inn á völlinn og þeim færð rós

Nemendur í Hrossarækt III kepptu um eftirfarandi:

Gunnarsbikarinn, sem gefin er til minnar um Gunnar Bjarnason fyrrum hrossaræktarráðunaut, en nemendur keppa í fjórgangi.

Úrslit urðu eftirfarandi:
1.sæti Halldóra Halldórsdóttir á Hróbjarti frá Höfðabrekku.
2. sæti Þorbjörg Helga Sigurðardóttir
3. sæti Gabríela María Reginsdóttir
4. sæti Karen Björg Steinsdóttir
5. sæti Jón Kristján Sæmundsson


Halldóra Halldórsdóttir

Félag tamningamanna gefur verðlaun þeim nemanda sem þykir sitja hest sinn best og þau verðlaun hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir.

Eiðfaxabikarinn hlaut Karen Helga Steinsdóttir en hann er veittur þeim nemanda sem hlýtur hæstu einkunn í bóklegum áfanga (hrossarækt II). 

Framfaraverðlaun Reynis eru veitt þeim nemanda sem sýnt hefur hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í Hrossarækt III. Þau verðlaun hlaut Gabríela María Reginsdóttir.


Nemendur í Hrossarækt III riðu Fánareið ásamt kennara sínum, Heiðu Dís Fjeldsted

Hina margrómuðu Morgunblaðsskeifu hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir en önnur sæti skipuðu:
2. sæti Gabríela María Reginsdóttir
3. sæti Halldóra Halldórsdóttir
4. sæti Karen Helga Steinsdóttir
5. sæti Elísabet Ýr Kristjánsdóttir


Þorbjörg Helga Sigurðardóttir


Þorbjörg á Granda frá Skollagróf

Skeifudagurinn er einnig útskriftardagur nemenda í námskeiðinu Reiðmaðurinn sem er tveggja ára starfsmenntanám ætlað þeim sem vilja bæta reiðmennsku sína. Alls brautskráðust 23 nemendur úr tveimur Reiðmanns námshópum, annar frá Selfossi og hinn úr Kópavogi. 

Reiðmannsnemendur keppa um Reynisbikarinn sem gefinn er ef fjölskyldu Reynis Aðalsteinssonar, upphafsmann Reiðmannsnámskeiðisins. Efstur eftir forkeppni var Bragi Viðar Gunnarsson á Brag frá Túnsbergi.

Úrslitin fóru þannig:  
1. sæti var Guðríður Eva Þórarinsdóttir á Framsókn frá Litlu-Gröf
2. sæti Bára Másdóttir
3. sæti Gunnar Jónsson
4. sæti Esther Ósk Ármannsdóttir
5. sæti Bragi Viðar Gunnarsson


Keppendur í Reynisbikarnum ásamt Gunnari Reynissyni

Að lokinni keppni var kaffihlaðboð í Ásgarði á Hvanneyri þar sem hið vinsæla folatollahappdrætti fór fram þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. Dagurinn var vel heppnaður og skemmtilegur.

Myndir tók Gunnhildur Birna Björnsdóttir