mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeifudagur Grana

20. apríl 2014 kl. 23:29

Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir, Svala Guðmundsdóttir og Heiðrún Halldórsdóttir voru sigursælar í Skeifukeppninni, árið 2012

Reynisbikarinn afhentur

Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana og fer dagurinn fram á Mið-Fossum sem er hestamiðstöð LbhÍ; skammt frá Hvanneyri. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson.

Dagurinn hefst kl. 08 með forkeppni Reynisbikarsins, fimi og gangtegundakeppni Reiðmanna, en klukkan 13 er setningarathöfn. a) Sýningaratriði þriðja árs Reiðmannsins
b) Kynning búfræðinemenda á tamningartryppum
c) Úrslit í Reynisbikarnum
d) Úrslit í Gunnarsbikarnum, fjórgangskeppni búfræðinemenda.

Klukkan þrjú er kaffisamsæti í Ásgarði með verðlaunaafhendingum og útskrift Reiðmanna. Kaffi og kökur á hóflegu verði. Allir velkomnir.