fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeifudagur Grana á Mið-Fossum

22. apríl 2013 kl. 15:37

Skeifudagur Grana á Mið-Fossum

„Sumardaginn fyrsta 25. apríl verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Hestamannafélagsins Grana í Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum í Andakíl. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við Bændadeild LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Jafnfram verður keppni milli nemenda sem stunda nám í Reiðmanninum í gegnum Endurmenntun LbhÍ. Að þessu sinni koma fulltrúar frá sjö hópum; Miðfossum, Akureyri, Hellu, Flúðum, Selfossi og 2 x Víðidal. Reiðkennarar Reiðmannsins eru Ísleifur Jónasson, Anna H. Valdimarsdóttir, Reynir Örn Pálmason, Heimir Gunnarsson, Erlingur Ingvarsson, Halldór Guðjónsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir.

Dagskrá: 
10:00 - Forkeppni í Reynisbikarnum 
13:00 - Setningarathöfn 
Sýningaratriði reiðkennara 
Kynning á frumtamningatryppum 
Úrslit í keppni um Reynisbikarinn 
Úrslit í keppni um Gunnarsbikarinn 
15:00 - Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans með verðlauna afhendingum og útskrift reiðmanna. Þar verður m.a. Morgunblaðsskeifan, en hún er veitt fyrir bestan samanlagðan árangur úr verklegum hluta í Hrossarækt III. Happadrættismiðar verða til sölu, í vinning fjölmargir folatollar!,“ segir í tilkynningu frá LbhÍ