laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeifudagur Grana á Mið-Fossum

26. apríl 2010 kl. 10:02

Skeifudagur Grana á Mið-Fossum

Skeifudagur Grana og LbhÍ var haldinn með pompi og prakt fimmtudaginn 22.apríl síðastliðinn að Mið-Fossum í  Borgarfirði. Sumardagurinn fyrsti rann upp sólríkur og fagur og gaf loforð um góðan dag. Boðið var upp á skemmtilega dagskrá þar sem nemendur í hrossarækt til LbhÍ sýndu afrakstur vetursins og kepptu sín á milli um Morgunblaðsskeifuna og Gunnarsbikarinn.

Einnig voru riðin úrstlit í tölti og fjór-/fimmgangi hjá Reiðmanninum, sem er námskeiðsröð sem endurmenntunardeild LbhÍ býður upp á. Þess á milli var bryddað upp á skemmtiatriðum, m.a. voru Skessurnar með flott reiðatriði og Leikssynirnir Biskup og Sikill sýndu hæfileika sína.

Úrslit í keppni um Morgunblaðsskeifuna urðu eftirfarandi:
1. sæti: Franziska Kopf
2. sæti: Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir
3. sæti: Gloria Kucel
4. sæti: Sigríður Guðbjartsdóttir
5. sæti: Þorkatla Inga Karlsdóttir

Úrslit í Gunnarsbikarnum (fjórgangur):

1. sæti: Þorkatla Inga Karlsdóttir á Maí frá Syðri-Völlum
2. sæti: Hulda Jónsdóttir á Kjarnari frá Böðmóðsstöðum
3. sæti: Salbjörg Matthíasdóttir á Undra frá Bjarnastöðum
4. sæti: Gunnfríður Hreiðarsdóttir á Kopari frá Svertingsstöðum
5. sæti: Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir á Ölrúnu frá Reykjum

Ásetuverðlaun FT hlaut Gloria Kucel og Eiðfaxabikarinn fyrir bestan árangur í bóklegri hrossarækt hlaut Rúnar Björn Guðmundsson.

Stjórn Grana vill þakka nemendum, kennurum, Skessum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að þessum degi fyrir hjálpina við að gera hann eins frábæran og raun ber vitni.