laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðvellir snyrtilegasta lögbýlið

2. september 2011 kl. 10:22

Skeiðvellir í Holta- og Landssveit. Myndin er tekin 2008 þegar byggingarframkvæmdir stóðu enn yfir.

Fjögurra ára nýbýli

Hrossabúið Skeiðvellir í Holta- og Landssveit hlaut umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2011 sem snyrtilegasta lögbýlið í sveitarfélaginu. Verðlaunin voru veitt í júlí í sumar. Skeiðvellir er nýbýli. Allar byggingar þar voru reistar árið 2007 og 2008. Ábúendur eru Sigurður Sæmundsson og Lísbeth Sæmundsson, Viðar Sæmundsson, Katrín Sigurðardóttir og Davíð Jónsson, Elín Hrönn Sigurðardóttir og Hjörtur Ingi. Opið hús var á Skeiðvöllum í sumar af tilefni verðlaunanna. Frá þessu er sagt í Bændablaðinu.