þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðveislan heldur áfram

Óðinn Örn Jóhannsson
12. júlí 2017 kl. 08:06

Fjórðu Skeiðleikar Skeiðfélagsins.

Mikil gróska hefur verið í skeiðkappreiðum þetta sumarið og ætla Skeiðfélagið og Baldvin og Þorvaldur að sjá til þess að svo verði áfram. Blásið verður í skeiðlúðrana á Brávöllum á Selfossi miðvikudagskvöldið 19.júlí. Þetta verða fjórðu skeiðleikar sumarsins.

Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem mótshaldara. Ekki er hægt að greiða með korti og því þarf að velja millifærslu og senda staðfestingu á skeidfelagid@gmail.com Sjáumst í stuði á Skeiðleikum. Skráningu lýkur mánudagskvöldið 17.júlí á miðnætti.

Núna er keppt í heildarstigakeppni þar sem efsti knapi sumarsins hlýtur Öderinn. Von Skeiðfélagsins er að þessi verðlaun gildi að stórum hluta til Skeiðknapa ársins. Gefandi þessarra verðlauna eru Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir til minningar um Einar Öder Magnússon.