mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðveisla í vændum.

14. maí 2013 kl. 20:17

Skeiðveisla í vændum.

Nú er sú stund runnin upp að vekringarnir verða dregnir fram og skyrpt ærlega úr hófum.

Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir á Brávöllum 22. maí nk. og er nú opið fyrir skráningu. Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 20. maí.

Verður keppnin með sama sniði og venjulega. Keppt verður í 250m og 150m skeiði, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig og hafa leikana sem áhugaverðasta — bæði fyrir knapa og áhorfendur.

Vélaverkstæði Þóris ehf. styrkir um verðlaunagripi og helsti styrktaraðili Skeiðfélagsins, hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur ehf., mun gefa hnakk þeim sem fyrst slær Íslandsmet á skeiðleikum þetta sumarið. Ljúffeng súkkulaðirúsína í pylsuendanum það.

Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar-1/