sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðnámskeið

2. mars 2017 kl. 09:51

Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal.

Sigurbjörn Bárðarson kennir knöpum að leggja til skeiðs

Að leggja á skeið er einfaldlega toppurinn á hestamennskunni.

Því er 
tilvalið að skella sér á  skeiðnámskeið  þar sem hinn frækni og marfaldi 
Íslands- og heimsmeistari  Sigurbjörn Bárðarson mun kenna knöpum á öllum 
aldri (16 ára og uppúr) listina að leggja hest á skeið.

Farið verður í ábendingar, ásetu, uppbyggingu skeiðhests, niðurtöku, 
skeiðsprettinn og hvernig enda á sprettina. Bóklegur tími og verklegir 
tímar verða í Reiðhöllinni 18. og 19. mars (nánari tími fyrir bóklegan 
tíma auglýstur síðar).

Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt sendi póst á fakur@fakur.is