miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni

16. febrúar 2017 kl. 11:03

Hinrik Bragason og Sigurbjörn Bárðarson etja kappi

Sigurbjörn er sigursælasti knapi okkar íslendinga, og hefur í gegnum síðustu áratugi þróað með sér aðferðir og snilligáfur þegar það kemur að skeiði.

Fræðslunefnd Spretts hefur fengið Sigurbjörn Bárðarson í lið við sig, en Sigurbjörn þarf vart að kynna fyrir hestafólki. Sigurbjörn er sigursælasti knapi okkar íslendinga, og hefur í gegnum síðustu áratugi þróað með sér aðferðir og snilligáfur þegar það kemur að skeiði.

Námskeiðið verður þannig byggt upp að föstudaginn 24. febrúar mun Sigurbjörn halda fyrirlestur/bóklegan tíma fyrir alla nemendur námskeiðsins. Þar á eftir mun kennsla fara fram í allri Samskipahöllinni, þar sem nemendur mæta í 4 – 5 manna hópum og farið verður í gegnum öll helstu atriði sem þarf að hafa í huga. Lagt verður áherslu bæði á niðurtökur út úr beygum og skeiðlagninu á beinum kafla/gegnum höllina.

Kennslan fer fram mánudaginn 27. febrúar, mánudaginn 6. mars, föstudaginn 10. mars og mánudaginn 13. mars.

Tilvalið er fyrir keppendur í Áhugamannadeild Spretts, sem og alla aðra, að skrá sig á námskeiðið, en dagsetningar verklegu tímanna voru ákveðnar með deildina í huga. Námskeiðið er opið öllum þeim sem skráðir eru í hestamannafélag á landinu.
Verð fyrir hvern þáttakanda er 29.000 kr. Skráning er hafin inná Sportfengur.com og er skráningarfrestur til og með miðvikudeginum 22. febrúar nk. Nefndin áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið ef þáttaka er ekki næg.
Kveðja, fræðslunefnd Spretts