þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðmót í Hafnarfirði

7. apríl 2010 kl. 09:16

Skeiðmót í Hafnarfirði

Næsta laugardag verður Skeiðmót Meistaradeildar VÍS. Í ár verður mótið haldið á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Mótið hefst klukkan 14:00.

Á mótinu verður keppt í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Má gera ráð fyrir mjög harðri keppni þar sem margir af sterkustu skeiðhestum landsins eru skráðir til leiks. Ráslistar verða birtir á morgun fimmtudag.

Aðgangur að mótinu er ókeypis. Því er um að gera fyrir skeiðáhugamenn og áhangendur Meistaradeildar VÍS að fjölmenna í Hafnarfjörð á laugardaginn.

Sala á happadrættismiðum Meistaradeildar VÍS er enn í fullum gangi og er til mikils að vinna því í vinning eru folatollar undir marga af þekktustu stóðhestum landsins. En stóðhestarnir eru eftirfarandi:

 • Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,28
 • Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum, f.ár 2007
 • Ás frá Ármóti, f.ár 2000, aðaleinkunn 8,45
 • Brimnir frá Ketilsstöðum, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,33
 • Dofri frá Steinnesi, f.ár 2005, aðaleinkunn 8,22
 • Frosti frá Efri-Rauðalæk, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,26
 • Kjarni frá Þjóðólfshaga, f.ár 2000, aðaleinkunn 8,30
 • Leiknir frá Vakurstöðum, f.ár 1999, aðaleinkunn 8,28
 • Ljóni frá Ketilsstöðum, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,26
 • Óskar frá Blesastöðum, f.ár 2004, aðaleinkunn 8,22
 • Straumur frá Breiðholti, f.ár 2002, aðaleinkunn 8,41
 • Sædynur frá Múla, f.ár 2002, aðaleinkunn 8,34
 • Sær frá Bakkakoti, f.ár 1997, aðaleinkunn 8,62
 • Vilmundur frá Feti, f.ár 2001, aðaleinkunn 8,56
 • Þeyr frá Akranesi, f.ár 2001, aðaleinkunn 8,55