miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðmót á sunnudag

30. mars 2011 kl. 11:29

Skeiðmót á sunnudag

Skeiðmót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður haldið að Sörlastöðum í Hafnarfirði, á sunnudag og hefst mótið kl. 14.

Gera má ráð fyrir harðri keppni því enn eru 48 stig í pottinum í einstaklingskeppninni og allt getur gerst. Í fyrra sigraði Sigurður Sigurðarson, Lýsi, gæðingaskeiðið á Freyði frá Hafsteinsstöðum og má gera ráð fyrir að þeir félagar mæti sterkir til leiks í ár og Sigurbjörn Bárðarson, Lýsi, sigraði 150m skeiðið á Óðni frá Búðardal og munu þeir félagar mæta sterkir til leiks.

Knapar eru að byrja að skila inn upplýsingum um hrossin og verða ráslistar birtir á morgun.