þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðleikar

10. júní 2014 kl. 18:00

Sigurbjörn stóð sig vel í skeiðinu.

Síðustu skeiðleikar fyrir Landsmót

Skeiðfélagið vill minna á að þann 18. júní næstkomandi verða haldnir síðustu skeiðleikar fyrir Landsmót og er það því síðasti „alvöru“ sénsinn fyrir harðsvírað skeiðáhugafólk að tryggja sér farmiða á mótið. Tímarnir sem hafa verið að falla á skeiðleikum til þessa hafa verið þeir bestu á þessu ári hingað til, og má þar nefna að Tumi frá Borgarhóli og Teitur Árnason runnu sprettinn á 14,08 sek. í 150 metra skeiðinu sem er besti tími ársins auk þess náði sami knapi besta tíma ársins í 100 metra skeiði á Jökli frá Efri – Rauðalæk á síðustu skeiðleikum. Skráning verður nánar auglýst á næstu dögum.