mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðleikar: Síðasti skráningardagur á morgun

19. maí 2013 kl. 17:09

Skeiðleikar: Síðasti skráningardagur á morgun

„Fyrstu skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir á Brávöllum 22. maí nk. Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 20. maí.

Verður keppnin með sama sniði og venjulega. Keppt verður í 250m og 150m skeiði, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig og hafa leikana sem áhugaverðasta bæði fyrir knapa og áhorfendur.

Vélaverkstæði Þóris ehf. styrkir um verðlaunagripi og helsti styrktaraðili Skeiðfélagsins, hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur ehf., mun gefa hnakk þeim sem fyrst slær Íslandsmet á skeiðleikum þetta sumarið. Ljúffeng súkkulaðirúsína í pylsuendanum það.

Skráningargjaldið er krónur 2500.- á  hest og skráning fer fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar-1/ “ segir í tilkynningu frá Skeiðfélaginu