föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðleikar í Sörla

31. maí 2019 kl. 14:55

Skeiðleikar Sörla

Sörli og Hraunhamar kynna opna skeiðleika, laugardaginn 1. Júní kl. 14:30


Keppt verður í 100 m Flugskeiði P2 á nýendurgerðri skeiðbraut félagsins sem vakti mikla lukku á nýafstöðnu íþróttamóti félagsins. Því hefur heyrt fleygt að hér sé um “bestu skeiðbraut landsins” að ræða – en líklega metur það hver og einn best sjálfur.


Nokkrir færustu skeiðknapar landsins mæta í braut og etja kappi. Búast 
má við HÖRKU KEPPNI enda hafa þegar skráð sig til leiks 
íslandsmeistarar, heimsmeistarar og aðrir snillingar.

Íslandsmetshafi í 100 m skeiði Guðmundur Björgvinsson mætir með Glúm frá 
Þóroddsstöðum, og heimsmetshafi í 250 m skeiði, Konráð Valur Sveinsson 
mætir með Kjark frá Árbæjarhjáleigu og Losta frá Ekru, Jóhann Magnússon 
mætir með Fröken frá Bessastöðum sem á besta tímann á árinu og Sæmundur 
Sæmundsson mætir með Seyð frá Gýgjarhóli - einn af alfljótustu 
skeiðhestum landsins.

Þetta verður sannkölluð skeiðveisla.

Þeim sem vilja spreyta sig í þessari spennandi keppni bendum við á að 
skráning er opin til hádegis á laugardag á sportfengur.com.

Þeir sem vilja njóta skeiðveislunnar úr brekkunni bjóðum við velkomna á 
Sörlastaði þar sem að vanda verða veglegar veitingar í boði meðan á 
dagskrá stendur.

Verið hjartanlega velkomin i fjörðinn fagra