mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðleikar 4

15. júlí 2013 kl. 23:53

Brávöllum á Selfossi miðvikudaginn 31. júlí.

"Senn líður að fjórðu skeiðleikum Skeiðfélagsins, en þeir verða haldnir á Brávöllum á Selfossi miðvikudaginn 31. júlí. Opnað hefur verið fyrir skráningu og henni lýkur á miðnætti mánudaginn 29. júlí.

Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig eins og venja stendur til. Miðast allt við að knapar og áhorfendur geti átt notalega kvöldstund.

Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar4/

Styrktaraðilar mótsins, sem gáfu sig fúsir fram á síðasta móti, eru greifarnir Sigurður Sæmundsson, undir merkjum Hrossaræktarbúsins Skeiðvalla, og Hafliði Halldórsson undir merkjum Hrossaræktarbúsins Ármóts.

Hnakkurinn sem okkar helsti styrktaraðili - Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur ehf. -  mun veita þeim sem fyrstur slær Íslandsmet á skeiðleikum þetta sumarið er ekki genginn út og því er enn tækifæri fyrir knapa til að neyta allra löglegra ráða er þeir telja að komið geti að haldi á komandi leikum. Þeir fiska sem róa." segir í tilkynningu frá stjórn Skeiðfélagsins