fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðknapi ársins

2. nóvember 2019 kl. 21:53

Konráð Valur Sveinsson fagnaði heimsmeistaratilinum innilega!

Konráð Valur Sveinsson er skeiðknapi ársins 2019

 

 

Konráð Valur Sveinsson náði frábærum árangri á árinu en hann tryggði sér heimsmeistaratitil í 100 metra skeiði á Losta frá Ekru. Þá vann hann til tveggja Íslandsmeistaratitla á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II bæði í 100 metra skeiði og 250 metra skeiði. Konráð á bestu tíma ársins í báðum þessum greinum á Kjarki 7,22 sekúndur í 100 metra skeiði og 21,42 sekúndur í 250 metra skeiði. Þá sigraði Konráð Valur heildarstigakeppni á Skeiðleikum ársins.

Aðrir tilnefndir

Bergþór Eggertsson

Guðmundur Björgvinsson

Jóhann Magnússon

Þórarinn Eymundsson