föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðknapi ársins 2013 ?

2. nóvember 2013 kl. 16:00

Sigurbjörn Bárðarson er Skeiðknapi ársins 2012 en hann er einnig tilnefndur í þeim flokki í ár.

Hvað segja "sérfræðingarnir"..

Skeiðið í ár var frábært en á Heimsmeistaramótinu sópuðu íslendingar að sér flestum gullverðlaununum í þeim greinum. Tilnefndir sem Skeiðknapi ársins 2013 eru þeir Bergþór Eggertsson, Eyjólfur Þorsteinsson, Konráð Valur Sveinsson, Sigurbjörn Bárðarson og Teitur Árnason.

Þetta er það sem "sérfræðingarnir" höfðu að segja um þennan flokk: 

Guðmundur Björgvinsson: "Þeir eru líklegir Bergþór og Sigurbjörn en ég held að það verði Bergþór."

Hulda Gústafsdóttir: "Bergþór Eggertsson. Hann er að verða heimsmeistari á sama hestinum í fjórða skiptið í röð. Hann sýnir mikla íþróttamennsku og það er einstakt hvað hann nær að varðveita hestinn vel, sem er orðinn þetta gamall."

Reynir Örn Pálmason: "Ég held það verði Teitur Árnason. Held hann sé með tvo bestu tímana á árinu og fór mjög nálægt Íslandsmeti í sumar. Hann er búin að standa sig mjög vel í ár."

Sigurður Sigurðarson: "Sigurbjörn er sterkur í þessu flokki eins og vanalega. En ég held það verði Bergþór Eggertsson en hann vinnur einstakt afrek þegar hann varð heimsmeistari í 250m. skeiði fjórða heimsmeistaramótið í röð."

Þórarinn Eymundsson: "Bergþór Eggertsson. Í fyrsta lagi verður það seint ef nokkurn tíma leikið eftir þann árangur sem hann hefur náð í skeiði. Hann er að taka gull í 250m. skeiði, fjórða heimsmeistaramótið í röð á sama hesti. Hann sýnir einstakan árangur á þeim hesti og það er til fyrirmyndar hvernig hann hefur haldið á þeim spilum."