laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðið er ekki bara til skrauts

2. júní 2015 kl. 12:19

Framlengdur skráningafrestur á Skeiðleika.

Skeiðleikar verða haldnir á Brávöllum á Selfoss á morgun 3. júní nk. skv. tilkynningu frá Skeiðfélaginu.

"Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til kl. 18:00 í dag þriðjudaginn 2. júní, svo mikilvægt er hafa hraðar hendur við skráningu og láta tækifærið til skeiðreiðar ekki úr greipum ganga.

Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig og gera leikana að notalegri kvöldstund fyrir knapa og áhorfendur.

Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Þeir sem ætla að millifæra fyrir skráningu á Skeiðleikanna þá eru upplýsingar um bankanúmer hér. Staðfesting á millifærslu sendist á skeidfelagid@gmail.com Reikningsnúmer : 0586-14-603238 Kennitala: 620606-0140

Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins. Auk þess hefur ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga styrkt um svokallaða Ödera sem veittir eru stigahæsta knapa á móti hverju og þeim knapa sem flest stig hlýtur á sumrinu."