mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðið er ekki bara til skrauts

odinn@eidfaxi.is
30. maí 2014 kl. 09:02

Skeiðleikar 2

Skeiðið er ekki bara til skrauts. Brávellirnir á Selfossi munu fá að kynnast því miðvikudaginn    4. júní næstkomandi. En þeir eru að mestu óriðnir síðustu vikurnar vegna flutnings  kynbótasýningar sem þar átti að vera. Núna höfum við opnað fyrir skráningu á aðra skeiðleika af fimm, og henni lýkur á miðnætti mánudaginn 2. júní.

Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig og hafa leikana notalega kvöldstund bæði fyrir knapa og áhorfendur. Þetta er kjörið tækifæri til þess að næla sér í Landsmótstíma – og fer hver að verða síðastur í þeim efnum.

Styrktaraðili skeiðleikanna í ár, hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um alla verðlaunagripi.

Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar-2/