miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðgammurinn frá Skjálg

18. apríl 2012 kl. 16:20

Skeiðgammurinn frá Skjálg

Álmur frá Skjálg kemur fram á Stóðhestadegi Eiðfaxa.

Álmur er á níunda vetri undan Trú frá Kjartansstöðum, albróður Töfra, og Vá frá Skjálg undan Sörla frá Búlandi og gæðingshryssunni Skör frá Skjálg.

Hann hefur hæst hlotið 8,37 í aðaleinkunn í kynbótadómi, 8,01 fyrir sköpulag og 8,61 fyrir kosti. Þar af er hann með 9,5 fyrir skeið og stóð hann sannarlega við þá einkunn á sl. landsmóti þegar Sigursteinn Sumarliðason fór mikinn á honum í úrslitum A-flokks gæðinga, hlaut hæstu einkunn keppenda fyrir skeið og varð í öðru sæti með 8,68 í lokaeinkunn.

Álmur er í notkun á húsmáli í Þorleifskoti, upplýsingar s. 861-1720. Hann verður svo í notkun í Hrunamannahreppi fyrra gangmál (s. 896-6683) en er laus til útleigu það seinna. 

Nánari upplýsingar um Álm frá Skjálg má nálgast hér.