fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðfélagið lifir !

1. apríl 2013 kl. 14:20

Skeiðfélagið lifir !

"Skeiðfélagið ætlar ekki að láta sig vanta á keppnistímabilinu í sumar, því nú á dögunum var kosin ný stjórn félagsins og keppnisdagar fyrir sumarið ákveðnir. Ljóst er eftir fyrsta stjórnarfund að metnaður er í mönnum að standa vel að þessum mótum og vonandi luma knapar á nýjum og eldri stjörnum í hesthúsum víðs vegar um land. Mótin verða með sama sniði og þau voru hér áður fyrr þ.e.a.s. haldin á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum Selfossi á miðvikudagskvöldum, að sjálfsögðu með rafrænum tímabúnaði og með öllu lögleg.

Eftirfarandi stjórn var skipuð
 
Formaður : Gísli Guðjónsson
Ritari: Þorkell Bjarnason
Gjaldkeri: Daníel Larsen
Formaður Mótanefndar : Árni Sigfús Birgisson
Meðstjórnendur : Árni Freyr Pálsson, Lárus Jóhann Guðmundsson og Stefán Ármann Þórðarson
 
Mótsdagar fyrir sumarið eru þessir en þó með fyrirvara um breytingar:
 
1.Skeiðleikar : 22.maí
2.Skeiðleikar  : 5.júní
3. Skeiðleikar : 26.júní
4.Skeiðleikar : 17.júlí
5.Skeiðleikar  :  17.ágúst"
 
Með kveðju,  stjórn Skeiðfélagsins
skeidfelagid @gmail.com