fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skeiðar á fullri ferð án knapa-

6. janúar 2010 kl. 13:13

Skeiðar á fullri ferð án knapa-

Þorgeir Guðlaugsson í Hollandi hefur skrifað sögutengdar greinar í Eiðfaxa undanfarið og hefur efni greinanna vakið mikla athygli lesenda. Meðal annars skrifaði Þorgeir sögu gæðinganna Sóta og Jarps sem voru fluttir til Þýskalands árið 1936 og síðan aftur til baka til Íslands tveimur árum seinna en það var löngu eftir að lög sem banna innflutning hesta tóku gildi. Mál þetta vakti mikla athygli.

Í næsta blaði Eiðfaxa mun birtast grein um afdrif íslenskra hesta í Englandi á árunum 1880 - 1920 er fjöldi hrossa var fluttur þangað til nota í kolanámunum. Reyndin er hinsvegar sú að ekki varð námuvinnan örlög allra hrossa sem fóru utan því að töluvert margir Íslenskir hestar rötuðu inn á veðbrautir Englands og voru látnir keppa sem skeiðhestar fyrir léttikerrum.

Í leit sinni að efni í þessa grein datt Þorgeir um þetta skemmtilega myndband sem sýnir óvenjulegar kappreiðar þótt ekki sé meira sagt. Hvort hrossið sé íslenskt eða blandað íslensku blóði skal látið ósagt en allavega er það skemmtilegt.