föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skáreimin enn bönnuð

25. maí 2012 kl. 12:23

Skáreimin enn bönnuð

Stjórn LH hefur borist óformlegt erindi um að hún setji reglugerð sem heimili notkun á enskum múl með skáreim í gæðingakeppni.  Stjórnin hefur fjallað um málið og telur að sú breyting sem tillagan felur í sér þurfi að fara fyrir Landsþing LH, enda sé um að ræða breytingu á lögum og reglum sem Landsþing hefur samþykkt að skuli gilda.

 
Nokkrir hestamenn tóku sig saman og söfnuðu undirskriftalista með áskorun þess efnis að leyfa aftur skáreim í gæðingakeppni á dögunum og var hún send til LH sem brást við með fyrrnefndri tilkynningu.