föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skáreimin bönnuð enn á ný

8. febrúar 2015 kl. 12:45

Ársfundur FEIF samþykkti nú um helgina bann við notkun skáreimar við vogaraflsmél í keppnum og kynbótasýningum.

Íþrótta- og ræktunarnefnd FEIF sammála um bannið.

Íþrótta- og ræktunarnefnd alþjóðasamtakanna FEIF samþykktu á ársfundi nú um helgina að banna notkun á skáreim með enskum múl þegar riðið er við vogaraflsmél bæði í keppni sem og kynbótasýningum. Þetta kemur fram í frétt frá FEIF. Mun notkun á slíkum búnaði því vera bannaður á öllum alþjóðlegum og WR mótum sem og á kynbótasýningum.

Á ársþingi LH sl. haust samþykkti þingið tillögu þess efnis að leyfa notkun á skáreiminni. Í greinagerð með tillögunni kom fram að ekki hafi verið sýnt fram á að bann við notkun á skáreim hafi minnkað áverka í og við munn hestsins.