fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skáreim leyfð á ný

18. október 2014 kl. 10:42

Notkun skáreimar við vogaraflsmél verður aftur leyfð í keppni.

Tillögur um að aflétta banni samþykkt.

Tvær tillögur er fjölluðu um skáreim og tók keppnisnefnd þær fyrir. Í þeim báðum var lagt til að aflétta banni við notkun á skáreim við vogaraflsmél og var önnur þeirra, númer 44, lögð fyrir þingið.

Í greinagerð kemur fram að ekki hafi verið sýnt fram á að bann við notkun á skáreim hafi minnkað áverka í og við munn hestsins.

Þingið samþykkti tillöguna.