mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skarð í ættartré margra

9. mars 2011 kl. 15:31

Kjarval frá Sauðárkróki, knapi Guðmundur Sveinsson.

Kjarval orðinn föðurlaus

Kjarval frá Sauðárkróki er ekki lengur með skráðan föður í WorldFeng. Fyrr í vetur komst það í fréttir að DNA sýni sem borin voru saman úr honum og meintum föður hans, Hervari frá Sauðárkróki væru "í skoðun" og faðernið því ekki sannað. Nánari athugun hefur leitt í ljós að Hervar er ekki faðir Kjarvals.

Þótt Kjarval hafi fyrir löngu sannað kynbótagildi sitt og nærri fullvíst sé að hann sé undan stóðhesti úr ræktun Sveins Guðmundssonar, þá er þetta töluvert áfall fyrir hrossaræktina. Skarð hefur myndast í ættartré margra hrossa, sem vissulega rýrir gildi ættarinnar. Hvort aðdáendur Kjarvals láti sig þetta nokkru skipta er óvíst, enda ríða menn ekki á ættinni, eins og oft er sagt.